- Skuldabréf útgefin af Glitni banka hf. tekin úr viðskiptum


NASDAQ OMX Iceland hf. (Kauphöllin) hefur ákveðið að taka skuldabréf útgefin af
Glitni banka hf. úr viðskiptum eftir lokun viðskipta þann 5. júní nk. 

Ákvörðunin er tekin með vísan til ákvæðis 8.5.1 í reglum fyrir útgefendur
fjármálagerninga í Kauphöllinni, þar sem félagið hefur fengið heimild til
greiðslustöðvunar samkvæmt ákvæðum laga nr. 129/2008, um breytingu á lögum um
fjármálafyrirtæki. Almennt leiðir greiðslustöðvun ein og sér ekki til þess að
fjármálagerninga beri að taka úr viðskiptum. Af lögum nr. 44/2009 um breytingu
á lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, með síðari breytingum, verður ekki
annað ráðið en að jafna verði stöðu þeirra fjármálafyrirtækja, sem fengið hafa
greiðslustöðvun, efnislega við gjaldþrot.