Sparisjóðabankinn fær viðbótar frest


Sparisjóðabanki Íslands hf. hefur fengið frest til 28. febrúar n.k. til að
leggja fram frekari tryggingar í kjölfar veðkalls sem Seðlabanki Íslands sendi
bankanum hinn 20. október sl. Unnið er að því að afla samþykkis annarra stærstu
lánveitenda bankans fyrir jafn löngum fresti, en þeir lánveitendur eru aðallega
erlendir bankar. Að undanförnu hefur verið unnið að fjárhagslegri
endurskipulagningu bankans með framangreindum aðilum og mun sú vinna halda
áfram næstu vikurnar. Þá hefur Fjármálaeftirlitið sömuleiðis veitt bankanum
jafn langan frest til þess að koma eiginfjárgrunni sínum aftur í horf sem
uppfyllir skilyrði laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.