Varðandi XL Leisure Group



XL Leisure Group plc. ("XL") hefur óskað eftir greiðslustöðvun eftir
að reynt hafði verið til þrautar um alllangt skeið að koma við
fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækisins. Straumur-Burðarás
fjárfestingabanki hf. ("Straumur") hefur átt gott starfstarf við XL
um árabil og þykir miður að ekki skyldi takast að leysa þann vanda
sem fyrirtækið stóð frammi fyrir.

Alþekkt er að skilyrði til flugrekstrar hafa að mörgu leyti verið
erfið að undanförnu og hefur Straumur unnið náið með stjórnendum XL
að því að finna lausn á vanda fyrirtækisins. Jafnframt hefur bankinn
lagt fyrirtækinu til fjármagn að undanförnu í því skyni að mæta
lausafjárþörf þess.

Áhætta Straums af kröfum á hendur XL nemur um 45 milljónum evra. Á
þessu stigi er ekki ljóst að hvaða marki þetta fé verður endurheimt.
Þótt fjárhæðin sem um ræðir sé ekki léttvæg er hún lág með hliðsjón
af eigin fé Straums, sem var 1,5 milljarðar evra í lok annars
ársfjórðungs.

Samkomulag hefur náðst um að Straumur eignist starfsemi XL í
Þýskalandi og Frakklandi, enda telur bankinn að þar sé um að ræða
rekstur sem staðið geti undir sér. Starfsemi þessara fyrirtækja
verður haldið áfram innan sjálfstæðra eininga. Ætlan Straums er að
styðja við áframhaldandi rekstur þeirra og verður eignaraðild bankans
að þeim tekin til endurskoðunar eftir því sem rétt og tímabært þykir.


Nánari upplýsingar veitir:
Ólafur Teitur Guðnason, fjölmiðlafulltrúi
sími: 858 6778
netfang: olafur.gudnason@straumur.net