XL Leisure Group hefur verið lýst gjaldþrota


26 milljarða króna ábyrgðir munu falla á Eimskip

XL Leisure Group hefur verið lýst gjaldþrota þar sem ekki tókst að
endurfjármagna félagið. Því er ljóst að ábyrgð Hf. Eimskipafélags Íslands vegna
Jointrace Ltd, móðurfélags XL, mun falla á félagið og þá um leið hafa áhrif á
efnahag og afkomu Eimskips. 

Fram kom í tilkynningu Eimskips til Kauphallar miðvikudaginn 9. september sl., 
að sterkir fjárfestar undir forystu Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors
Björgólfssonar myndu kaupa kröfuna félli hún á félagið. Fjárhæð kröfu vegna
sölu XL og flugrekstrarleyfisábyrgða, sem ofangreindir fjárfestar hafa lýst sig
reiðubúna að kaupa, er um 207 milljónir evra eða um 26 milljarðar íslenskra
króna. Eins og fram hefur komið mun fyrrnefndur hópur fjárfesta fresta
gjalddaga kröfunnar eftir að hafa tekið hana yfir.  Jafnframt er fyrirhugað að
hún muni víkja fyrir kröfum annarra lánardrottna á hendur Eimskip. 

Auk þess er Eimskip í ábyrgð vegna flugvélaleigusamninga eins og fram kemur í
ársskýrslu félagsins, en fjárhagsleg áhrif vegna þeirra eru enn óljós. 

Upplýsingar veitir:
Halldór Kristmannsson
Framkvæmdastjóri Samskiptasviðs
Sími: 525 7000 / 825 7221
Póstfang: halldor@eimskip.is