Tilkynning vegna sérstakrar aðgerðar ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum


Ríkisstjórn Íslands sendi frá sér í dag yfirlýsingu vegna sérstakra aðgerða í
húsnæðismálum. Aðgerðunum er ætlað að koma til móts við minnkandi umsvif á
fasteignamarkaði m.a. vegna lausafjárerfiðleika á lánamörkuðum. Aðgerðir
þessar, þ.e. lánveitingar til banka, sparisjóða og annarra fjármálafyrirtækja
vegna íbúðalána, hækkun hámarksláns Íbúðalánasjóðs, afnám viðmiðunar á lánum
sjóðsins við brunabótamat og auknar heimildir vegna almennra leiguíbúðalána,
munu hafa áhrif til hækkunar á áætlaðri útgáfu íbúðabréfa. Ný áætlun um útlán,
útgáfu íbúðabréfa og greiðslur Íbúðalánasjóðs á árinu 2008 verður birt á OMX
Nordic Exchange á Íslandi í júlí 2008. 
 
Yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar má nálgast í meðfylgjandi skjali.

Attachments

yfirlysing rikisstjornarinnar.doc