- Uppgjör TM fyrir 1. ársfjórðung 2008


Uppgjör TM fyrir 1. ársfjórðung 2008 


Helstu niðurstöður 1. ársfjórðungs 2008

•  Tap ársfjórðungsins nam 3.271 m.kr. en hagnaður á sama tíma í fyrra var 886
   m.kr.
 
•  Eigin iðgjöld jukust um 34% en þau voru 3.176 m.kr. samanborið við 2.378
   m.kr. á sama tíma í fyrra. 

•  Eigin tjón jukust um 41% en þau voru 3.327 m.kr. samanborið við 2.362 m.kr. á
   sama tíma í fyrra.
 
•  Samsett hlutfall samstæðunnar var 127% samanborið við 119% á sama tíma í
   fyrra. 

•  Rekstrartap af vátryggingastarfsemi var 318 m.kr. samanborið við 5 m.kr. tap
   á fyrsta ársfjórðungi 2007. 

•  Tap af fjárfestingum nam 2.141 m.kr. á tímabilinu en tekjur af
   fjárfestingarstarfsemi voru 1.898 m.kr. árið áður.
 
•  Heildareignir TM voru 75.858 m.kr. þann 31. mars 2008 og hafa því aukist um
   7,7% frá áramótum þegar þær voru 70.444 m.kr. 

Um uppgjörið
Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, segir að áfram verði unnið að því að bæta
afkomu af vátryggingastarfsemi TM.    Eigin iðgjöld vaxa um þriðjung milli ára
sem skýrist af því að iðgjaldatekjur eru að vaxa um 28% á sama tíma og hluti
endurtryggjenda er að minnka. Mikill fjöldi tjóna í eignatryggingum og frjálsum
ökutækjatryggingum á fyrsta ársfjórðungi stafar af óvenju slæmum vetri.
Ánægjulegt er hinsvegar að sjá þann viðsnúning sem  hefur orðið í
slysatryggingum sjómanna en iðgjaldauppbyggingu í þeirri grein var breytt
umtalsvert um síðustu áramót. 

Afkoma skipatrygginga hjá Nemi í Noregi var verulega undir væntingum og skýrir
stóran hluta af slakri afkomu af vátryggingastarfsemi samstæðunnar á
fjórðungnum. Hafa ber þó í huga að þarna eru margar stórar áhættur og getur
eitt mál haft veruleg áhrif á afkomu greinarinnar sem var rekin með töluverðum
hagnaði í fyrra. 

Afkoma félagsins af fjárfestingastarfsemi skýrir mestan hluta neikvæðrar afkomu
á fjórðungnum og endurspeglar hún þá þróun sem orðið hefur á hlutabréfamörkuðum
síðustu mánuði.  Markaðsáhætta félagsins hefur hins vegar verið minnkuð
verulega á fjórðungnum bæði með niðurgreiðslu skulda og sölu hlutabréfa. 
Nánari upplýsingar veitir Sigurður Viðarsson forstjóri, s. 515 2609

Attachments

frettatilkynning 1f 2008 5.0.pdf tryggingamistoin hf  arshlutar.31.3.2008.pdf