Fitch Ratings breytir langtíma- og skammtíma lánshæfiseinkunn Glitnis



Reykjavík  9.  maí,  2008  -  Lánshæfismatsfyrirtækið  Fitch  Ratings
Services tilkynnti í  dag breytingu  á langtíma  lánshæfismatseinkunn
Glitnis úr  A  í  A-  með  neikvæðum  horfum.   Vegna  þessa  lækkaði
skammtíma einkunn bankans úr F1 í F2 með stöðugum horfum.   Sjálfstæð
einkunn bankans B/C var staðfest.
 "Þessi niðurstaða endurspeglar mat  Fitch um þá  óvissu sem gætir  um
þróun íslensks  efnahagslífs  á  næstu  misserum,"  segir  Ingvar  H.
Ragnarsson, framkvæmdastjóri  Fjárstýringar Glitnis.  Afkoma  Glitnis
var mjög góð á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, sem einkenndist af afar
krefjandi markaðsaðstæðum. Þrátt fyrir  umrótið var hagnaður  bankans
um 7,7  milljarðar,  fyrir skatta  og  tekjur af  kjarnastarfsemi  um
jukust 8,6% . Þá lækkaði kostnaður  um 12% frá á milli  ársfjórðunga.
Þetta sýnir undirliggjandi styrk og sveigjanleika í rekstri bankans."
 
Við viljum vekja athygli því sem fram kemur um Glitni í tilkynningu
Fitch:
 "Glitnir's   ratings   reflect   the   bank's   adequate   underlying
profitability, its good asset quality."
 "Fitch views  positively  Glitnir's EUR8.7bn  liquidity  position  at
end-March 2008, which should help it meet expected refinancing  needs
despite the bank's reliance on wholesale funding."
 "...the agency notes  the sound outlook  in Norway, Glitnir's  second
home market, and in its  renewable energy and seafood industry  niche
businesses."
 
 
Tilkynning  Fitch Ratings er í viðhengi.
 
Afkoma Glitnis á 1. ársfjórðungi:
http://www.glitnir.is/UmGlitni/Hluthafatengsl/Arsskyrslur/
 
 
Nánari upplýsingar veitar:
Ingvar H. Ragnarsson, framkvæmdastjóri Fjárstýringar, sími 440 4665,
farsími 844 4665, netfang: ingvar.ragnarsson@glitnir.is.
 
Vala Pálsdóttir, forstöðumaður fjárfestatengsla, sími 440 4989,
farsími 844 4989, netfang: vala.palsdottir@glitnir.is.
 
Már Másson, forstöðumaður samskiptasviðs, sími 440-4990
Farsími 844 4990, netfang: mar.masson@glitnir.is
 

Attachments

Fitch announcement