- Skipti hf. - Hlutabréf tekin til viðskipta í OMX ICE 19. mars


Hlutabréf Skipta hf. verða tekin til viðskipta í OMX Nordic Exchange Iceland
hf. (OMX ICE), þann 19. mars 2008. Útgefnir hlutir í Skiptum hf. eru
7.368.421.053, hver hlutur er ISK 1 að nafnverði. 

Tilgangur félagsins samkvæmt 1. gr. samþykkta þess er að ávaxta fé sem
hluthafar hafa bundið í starfseminni með rekstri í félaginu, kaupum, sölu og
eignarhaldi á verðbréfum, einkum í dótturfélögum á sviði fjarskipta og
upplýsingatækni, þjónustu við dótturfélög, kaupum, sölu og rekstri fasteigna og
lausafjár, ásamt lánastarfsemi tengd rekstrinum og annar skyldur rekstur. 
Heimilt er félaginu að standa að stofnun eða gerasta eignaraðili að öðrum
félögum, svo og að stofna félag eða félög sem alfarið verði í eigu þess til að
annast ákveðna þætti í starfsemi þess. 

Auðkenni Skipta í viðskiptakerfi OMX ICE verður SKIPTI. 
ISIN-auðkenni IS0000015089. Orderbook ID 53796. Viðskiptalota 10.000 hlutir. 
Skipti verður tekið inn í vísitölu fjarskipta 19. mars 2008.

Atvinnugreinaflokkun skv. GICS staðli: 

GICS númer og nafn 
Undirgrein:         50101020   Integrated Telecommunication Services
Atvinnugrein:         501010   Diversified Telecommunication Services
Atvinnugreinahópur:     5010   Telecommunication Services
Atvinnugeiri:             50   Telecommunication Services
 

Umsjónaraðili töku til viðskipta er Kaupþing Banki hf.