Source: HB Grandi

- Ársreikningur 2007

•  Rekstrartekjur ársins voru 12.821 mkr, en voru 13.658 mkr árið áður

•  EBITDA var 2.825 mkr (22,0%) en var 2.685 mkr (19,7 %) árið 2006

•  Hagnaður ársins var 1.867 mkr, en árið áður varð 1.980 mkr tap


Rekstur ársins 2007

Rekstrartekjur HB Granda hf. árið 2007 námu 12.821 mkr, samanborið við 13.658
mkr árið áður, og lækkuðu því um 6% á milli ára.  Rekstrarhagnaður fyrir
afskriftir (EBITDA) var 2.825 mkr eða 22,0% af rekstrartekjum, en var 2.685 mkr
eða 19,7% árið áður. 

Áhrif fjáreignatekna og fjármagnsgjalda voru jákvæð um 588 mkr, en voru 
neikvæð um 3.659 mkr árið áður. Munar þar mestu um gengismun lána sem var
jákvæður um 1.162 mkr árið 2007, en neikvæður um 2.950 mkr árið áður.  Áhrif
hlutdeildarfélaga voru jákvæð um 5 mkr, en um 149 mkr árið áður.  Hagnaður
tímabilsins nam 1.867 mkr, en árið 2006 varð tap að upphæð 1.980 mkr. 


Rekstur 4. ársfjórðungs 2007

Rekstrartekjur HB Granda hf. á fjórða ársfjórðungi árið 2007 námu 1.966 mkr,
samanborið við 2.803 mkr árið áður.  Rekstrartap fyrir afskriftir (EBITDA) var
64 mkr eða 3,3% af rekstrartekjum, en rekstrarhagnaður fyrir afskriftir var 480
mkr eða 17,1% árið áður.  Minni tekjur og slakt EBITDA hlutfall skýrast einkum
af niðurskurði aflamarks þorsks, niðurfærslu birgða og lækkun
gengisvísitölunnar um 3,6%.  Áhrif fjáreignatekna og fjármagnsgjalda voru
neikvæð um 493 mkr, en um 1.029 mkr árið áður.  Áhrif hlutdeildarfélaga voru
neikvæð um 7 mkr, en jákvæð um 40 mkr árið áður.  Tap tímabilsins nam 689 mkr,
en tap á sama tíma árið áður var 943 mkr. 

Efnahagur

Heildareignir félagsins námu 27.548 mkr í lok árs 2007. Þar af voru
fastafjármunir 23.381 mkr og veltufjármunir 4.166 mkr.  Í árslok nam eigið fé
9.695 mkr. Eiginfjárhlutfall var 35,2%, en var 27,4% í lok árs 2006.
Heildarskuldir félagsins voru í árslok 17.852 mkr. 

Skipastóll og afli

Í skipastól HB Granda hf. eru 5 frystitogarar, 3 ísfisktogarar og 4
uppsjávarfiskveiðiskip.  Árið 2007 voru seld uppsjávarfiskveiðiskipin Engey og
Sunnuberg og ísfisktogarinn Brettingur.  Þá keypti félagið
uppsjávarfiskveiðiskipið Lundey. 

Á árinu 2007 var afli skipa félagsins 48 þúsund tonn af botnfiski og 152 þúsund
tonn af uppsjávarfiski. 


Aðalfundur

Aðalfundur HB Granda verður haldinn föstudaginn 28. mars 2008 í matsal
félagsins við Norðurgarð í Reykjavík og hefst klukkan 17:00.  Stjórn félagsins
leggur til að greiddur verði 12% arður. 


Fjárhagsdagatal

Aðalfundur	 28. mars 2008
Birting ársskýrslu	 28. mars 2008
Arðgreiðsludagur	 28. apríl 2008
Hálfsársuppgjör	 18. - 22. ágúst 2008
Ársuppgjör 2008	 9. - 13. mars 2009
Attachments: