- Breytingar á yfirstjórn Bakkavör Group - nýr framkvæmdastjóri fjármálasviðs


Reykjavík, 5. mars 2008. Richard Howes hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri
fjármálasviðs Bakkavör Group og tekur hann við af Hildi Árnadóttur sem hefur
starfað hjá félaginu frá árinu 2004. Hildur mun sinna sérverkefnum fyrir Ágúst
Guðmundsson, forstjóra Bakkavör Group, og Lýð Guðmundsson, stjórnarformann
félagsins, ásamt því sem hún mun sitja í stjórnum fyrirtækja þeim tengdum. 

Richard Howes hefur starfað hjá félaginu í níu ár, eða frá því hann gekk til
liðs við Geest PLC árið 1999 sem Bakkavör tók yfir árið 2005. Hann hefur gegnt
mismunandi störfum á fjármálasviði félagsins, nú síðast sem forstöðumaður
fjármálasviðs félagsins í Bretlandi. Áður starfaði hann m.a. á fyrirtækjasviði
Dresdner Kleinwort Benson í London. Richard er löggiltur endurskoðandi. 

Frekari upplýsingar veita:

Ágúst Gudmundsson, forstjóri
Sími: +44 (0)20 7266 6400

Ásdís Pétursdóttir, fjárfestatengsl
Sími: 858 9715


Um Bakkavör Group 

Bakkavör Group er leiðandi alþjóðlegt matvælafyrirtæki sem sérhæfir sig í
framleiðslu ferskra tilbúinna matvæla. Bakkavör Group rekur 57 verksmiðjur og
er með yfir 20 þúsund starfsmenn í níu löndum. Höfuðstöðvar félagsins eru í
Reykjavík og er félagið skráð á OMX Nordic Exchange á Íslandi. (Auðkenni BAKK). 

Bakkavör Group var stofnað árið 1986 og hefur starfsemi félagsins vaxið
verulega á síðastliðnum 20 árum. Í dag er félagið leiðandi í framleiðslu á
ferskum tilbúnum matvælum á alþjóðavísu. Félagið hefur leiðandi markaðstöðu í
Bretlandi í lykilvöruflokkum sínum og framleiðir yfir 4.700 vörutegundir í 17
vöruflokkum. Vörur félagsins eru seldar undir vörumerkjum viðskiptavina.
Meginhluti starfseminnar fer fram í Bretlandi en auk þess er félagið nú með
starfsemi í Frakklandi, Belgíu, Spáni, Tékklandi, Suður-Afríku, Kína, Íslandi
og í Bandaríkjunum. 

Skráning á póstlista Bakkavör Group: investor.relations@bakkavor.com