Eftirtaldir einstaklingar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn Nýherja, sem
kjörin verður á aðalfundi 26. janúar næstkomandi, en þeir eiga allir setu í
fráfarandi stjórn. 

Árni Vilhjálmsson, kt: 110532-3509, Hlyngerði 10, 108 Reykjavík.      

Störf: 
Núverandi störf eru stjórnarformennska og stjórnarseta í hlutafélögunum HB
Grandi hf., Hampiðjan hf., Hvalur hf., Fiskveiðahlutafélagið Venus ehf.,
Nýherji hf. o.fl. 

Gegndi starfi prófessors við Viðskiptadeild Háskóla Íslands auk ýmissa annarra
starfa og verkefna. 

Menntun:
Cand.Econ. frá Viðskiptadeild Háskóla Íslands og AM í hagfræði frá Harvard
háskóla. 

Eign og tengsl:
Hlutafjáreign stjórnarmanns: kr. 330.000
Engin hagsmunatengsl eru við viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila. Stjórnarmaður
í Vogun hf. sem á 28,8% hlutafjár í Nýherja hf. 
                               
STJÓRN

Benedikt Jóhannesson, kt. 040555-2699, Selvogsgrunni 27, 104 Reykjavík.
        
Störf: 
Núverandi starf er framkvæmdastjóri Talnakönnunar hf. og Heims hf., auk
stjórnarformennsku og stjórnarsetu í hlutafélögum svo sem Nýherja,
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. o.fl. Fyrri stjórnarstörf og formennska í Hf.
Eimskipafélagi Íslands, Skeljungi hf., Myllunni hf., Burðarási o. fl. 

Menntun: 
Ph.D í tölfræði og stærðfræði , MS í Tölfræði , BS í stærðfræði og hagfræði.

Eign og tengsl:
Hlutafjáreign stjórnarmanns: kr. 27.388.240
Engin hagsmunatengsl eru við stóra viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila.
Stjórnarmaður í Áning-fjárfestingar ehf. sem á 13,9% hlutafjár í Nýherja hf. 


Guðmundur Jóh. Jónsson, kt: 041159 2439, Álfhólsvegi 101, 200 Kópavogur.

Störf: 
Framkvæmdastjóri Varðar Íslandstryggingar hf., Núverandi stjórnarmaður í
Nýherja. 

Menntun: 
Viðskiptafræðingur frá Seattle University, MBA frá Edinborgarháskóla.

Eign og tengsl:
Hlutafjáreign stjórnarmanns: kr. 476.940
Engin hagsmunatengsl eru við viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila.      

VARASTJÓRN

Örn D. Jónsson, kt: 090654-2179, Hávallagötu 29, 101 Reykjavík 

Störf:
Prófessor í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum við Viðskiptadeild Háskóla Íslands,
 varamaður í stjórn Nýherja hf. auk þess að hafa með höndum ýmis önnur störf og
verkefni. 

Menntun: 
Ph.d frá háskólanum í Roskilde.

Eign og tengsl:
Hlutafjáreign stjórnarmanns: kr. 267.000
Engin hagsmunatengsl eru við viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila.