Reykjavík, 17. janúar 2008 - Glitnir er í góðri stöðu með yfir 6 milljarða evra
í lausafé og endurfjármögnunarþörf móðurfélags um 2,5 milljarða evra og 1
milljarð evra hjá dótturfélagi Glitnis í Noregi. 

Ákvörðun Seðlabankans fyrr í vikunni um að rýmka reglur um veð í viðskiptum við
bankann, mun hafa enn frekari jákvæð áhrif á lausafjárstöðu Glitnis. 

Nánari upplýsingar um lausafjárstöðu bankans verða birtar í ársuppgjöri Glitnis
þann 29. janúar n.k.. 

Frekari upplýsingar veitir:
Vala Pálsdóttir, forstöðumaður fjárfestatengsla í síma 440 4989, netfang:
vala.palsdottir@glitnir.is