Ársreikningur Jeratúns ehf. árið 2022


Ársreikningur Jeratúns ehf. er gerður í samræmi við nýja og endurbætta staðla (IFRS/IAS) og túlkanir (IFRIC).

Ársreikningur Jeratúns ehf. fyrir árið 2022 var staðfestur af stjórn félagsins í dag, 27. mars 2023.

Jeratún ehf. er einkafyrirtæki í eigu Grundarfjarðarbæjar, Snæfellsbæjar og Sveitarfélagsins Stykkishólmsbæjar og bera þau ábyrgð á skuldbindingum þess. Hlutverk félagsins er bygging og rekstur skólahúsnæðis Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Starfsemi félagsins flokkast því undir að vera á vettvangi sveitarfélaga.

Hagnaður félagsins á árinu 2022 var 51.822 þús. kr. og í lok þess var eigið fé jákvætt sem nemur 400.695 þús. kr. skv. ársreikningi.

Lántaka félagsins er vegna fjármögnunar framkvæmda við Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Sveitarfélögin ásamt ríkinu greiða húsaleigu sem á að standa undir afborgunum og vöxtum af lánum. Í lok ársins námu eftirstöðvar lána um 80 millj. kr. og voru eftirstöðvar í skilum. Sveitarfélögin bera hlutfallslega ábyrgð á greiðslu lánanna.

Félagið er með leigusamning við Menntamálaráðuneytið og sveitarfélögin á Snæfellsnesi vegna fasteignarinnar til 31. júlí 2024. Núverandi leigugreiðslur eru 77.110 þús. kr. á ársgrundvelli og eru verðtryggðar með vísitölu neysluverðs.

Jakob Björgvin Jakobsson, er stjórnarformaður Jeratúns ehf. og veitir frekari upplýsingar um starfsemi þess og stöðu.

Jeratún ehf.

Lykiltölur úr ársreikningum 2018-2022

Rekstrarreikningur20222021202020192018
Tekjur77.11071.68468.79167.01864.934
Rekstrargjöld-7.671-7.709-9.014-7.017-6.208
Afskriftir-4.523-4.510-4.507-4.495-4.369
Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld-13.094-12.519-13.613-15.608-19.527
      
Hagnaður fyrir skatta51.82246.94641.65739.89834.830
Tekjuskattur013.159-8.335-4.8240
Hagnaður ársins51.82260.10533.32235.07434.830
      
Efnahagsreikningur     
Fastafjármunir414.333417.918422.163425.801420.715
Veltufjármunir79.44353.40832.33332.93129.345
Eignir samtals493.776471.326454.496458.732450.060
      
Eigið fé400.695348.873288.768255.446216.372
Langtímaskuldir og skuldbindingar51.83584.260127.422150.011181.094
Skammtímaskuldir41.24638.19338.30653.27552.594
Eigið fé og skuldir samtals493.776471.326454.496458.732450.060
      
Yfirlit um sjóðstreymi     
Handbært fé frá (til) rekstri61.63058.79852.32243.41145.917
Fjárfestingahreyfingar00000
Fjármögnunarhreyfingar-38.211-35.673-50.737-45.449-39.927
Handbært fé í árslok75.36651.94828.82327.23829.276
      
Kennitölur     
Veltufjárhlutfall1,931,400,840,620,56
Eiginfjárhlutfall81,15%74,02%63,54%55,69%48,08%

Viðhengi



Attachments

Jeratún ehf 2022 kt. 501203-2030 RSK