Afkoma Reita II ehf. árið 2016


Stjórn Reita II ehf. samþykkti ársreikning vegna ársins 2016 þann 17. febrúar 2017.

Lykiltölur reikningsins eru eftirfarandi:

  • Rekstrartekjur á árinu 2016 námu 1.786 millj. kr. (2015: 1.780 millj. kr.)
  • Rekstrarhagnaður (NOI) ársins nam 1.136 millj. kr. (2015: 1.230 millj. kr.)
  • Matshækkun fjárfestingareigna nam 238 millj. kr. (2015: 110 millj. kr.)
  • Hagnaður ársins 2016 nam 1.175 millj. kr. samanborið við 1.083 millj. kr. árið áður
  • Virði fjárfestingareigna var 20.159 millj. kr. þann 31.12.2016 (2015: 19.621 millj. kr.)
  • Eiginfjárhlutfall félagsins í árslok 2016 var 91,6% (2015: 92,3%)

Reitir II ehf. er eitt af þrettán dótturfélögum Reita fasteignafélags hf. Félagið er fasteignafélag með áherslu á fjárfestingar og útleigu fasteigna á Íslandi.

Upplýsingar um afkomu samstæðu Reita fasteignafélags ásamt fréttatilkynningu þar að lútandi má finna á www.reitir.is/fjarfestar


Attachments

Reitir II ehf 31.12.16 Ársreikningur.pdf