Afkoma Reita II á árinu 2015


Stjórn Reita II ehf. samþykkti ársreikning 2015 þann 17. febrúar 2016.

Afkoma ársins var góð. Rekstrarhagnaður félagsins jókst um rúm 9% á milli ára og veruleg breyting var á fjármagnsgjöldum en fjárhagsstaða félagsins gjörbreyttist í kjölfar endurfjármögnunar samstæðu Reita í árslok 2014.

Lykiltölur:

* Rekstrartekjur ársins námu 1.780 millj. kr. (2014: 1.769 millj.kr.)

* Matshækkun fjárfestingareigna var 110 millj. kr. (2014: 1.422 millj. kr. matslækkun)

* Rekstrarhagnaður ársins var 1.230 millj. kr. (2014: 1.126 millj. kr.)

* Hagnaður ársins nam 1.083 millj. kr. (2014: 1.789 millj. kr. tap)

* Heildareignir í árslok voru 22.135 millj. kr. (2014: 20.808 millj. kr.)

* Eigið fé í árslok nam 20.425 millj. kr. samanborið við 19.341 millj. kr. árið áður.

* Vaxtaberandi skuldir félagsins námu 1.065 millj. kr. samanborið við 1.105 millj. kr. árið áður.

Reitir II ehf. er eitt af tíu dótturfélögum Reita fasteignafélags hf. Reitir II ehf. á og rekur 17 fasteignir. Tekjur Reita II eru um 20% af tekjum samstæðunnar. Upplýsingar um afkomu samstæðunnar ásamt fréttatilkynningu þar að lútandi má finna á www.reitir.is/fjarfestar.

Aðalfundur félagsins verður haldinn þann 15. mars 2016.

Nánari upplýsingar veitir Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri Reita, í síma 575 9000 og á netfanginu einar@reitir.is.


Attachments

Reitir II ehf 31.12.2015 ársreikningur.pdf