100% kröfuhafa samþykktu nauðasamningsfrumvarp


FRÉTTATILKYNNING:                                                               

Hf. Eimskipafélag Íslands:                                                      


                 100% KRÖFUHAFA SAMÞYKKTU NAUÐASAMNINGSFRUMVARP                 
           -Starfsemi félagsins tryggð og atvinna 1.500 starfsmanna             

Á kröfuhafafundi Hf. Eimskipafélags Íslands í dag voru greidd atkvæði um        
nauðasamningsfrumvarp félagsins.                                                

Atkvæði féllu þannig að 100% kröfuhafa greiddu atkvæði með frumvarpinu og var   
það því samþykkt samhljóða.                                                     

Næstu skref verða þau að félagið mun leggja skriflega kröfu um staðfestingu     
nauðasamnings fyrir héraðsdómara í næstu viku, ásamt yfirlýsingu umsjónarmanns, 
Garðars Garðarsson, hrl.                                                        


Gylfi Sigfússon, forstjóri Hf. Eimskipafélags Íslands:                          
“Fjárhagsleg endurskipulagning Eimskips er búin að standa yfir í allmarga       
mánuði. Nú er stærsta áfanganum náð sem var að skapa Eimskip eðlileg            
rekstrarskilyrði og leggja grunn að framtíð félagsins.  Stjórn og starfsmenn    
félagsins eru þakklátir kröfuhöfum fyrir stuðning við félagið á erfiðum tímum.  
Ég vil þakka starfsmönnum  og viðskiptavinum félagsins fyrir stuðning og        
velvilja í garð þess á meðan á þessu ferli stóð. Án þeirra stuðnings hefði      
róðurinn verið vonlaus. Flutningastarfsemi félagsins er nú tryggð svo og störf  
um 1.500 starfsmanna. Mikilvægt á þessum tímamótum fyrir íslenskt atvinnulíf er 
að öll hjól atvinnulífsins fari nú að snúast á fullum afköstum. Með þessum      
áfanga er Eimskip að varða leiðina að endurreisn íslenskra fyrirtækja þjóðinni  
til heilla.”                                                                    

                           Reykjavík, 14. ágúst 2009