- 1. ársfjórðungur 2008


Rekstur á áætlun - rekstrarkostnaður lækkar um 17%

Styrking evru felur í sér €7,5 milljóna gengistap. 

Helstu niðurstöður fyrsta ársfjórðungs

	Vörusala € 321,1 milljónir
	11% samdráttur í tekjum að teknu tilliti til gengisáhrifa
	Hagnaður fyrir vexti, skatta og afskriftir (EBITDA) € 11,9 milljónir
	Rekstrarhagnaður (EBIT) er € 7,3 milljónir
	Tap € 7,3 milljónir
	Vaxtaberandi skuldir lækka um €37 milljónir
	Handbært fé frá rekstri fyrir skatta og vexti € 32,9 milljónir
	Heildareignir € 723 milljónir - eiginfjárhlutfall 16,1%
	Birgðir samstæðunnar lækka um € 43,7 milljónir frá áramótum
	Heildarskuldir samstæðunnar lækka um € 57,1 milljón frá áramótum



Finnbogi A. Baldvinsson forstjóri Icelandic Group:

Rekstur Icelandic Group hf. var samkvæmt áætlun á fyrsta ársfjórðungi.  Það eru
vissulega jákvæð teikn, en á móti kemur frávik sem eru fjármagnsliðirnir.
Félagið er að vinna á mörgum mörkuðum og gengisþróun hefur mikil áhrif á
félagið. Gengistap á ársfjórðungnum nam sjö og hálfri milljón evra en var á
sama tíma í fyrra 55 þúsund evrur.  Á móti kemur að vaxtaberandi skuldir
samstæðunnar lækka um 37 milljónir evra sem er að hluta til vegna styrkingar
evrunnar. 
Við höfum náð að lækka rekstrarkostnað samsteypunnar umtalsvert eða um 17%
þegar bornir eru saman fyrstu ársfjórðungar í fyrra og í ár. 
Víkjandi lán sem félagið er að ganga frá gerir það að verkum að við getum
óhikað tekist á við þau stóru verkefni sem framundan eru. Ég er þess fullviss
að reksturinn mun skila aukinni framlegð þegar líður á árið.

Attachments

interim financial statement q1 2008.pdf frettatilkynning q1.pdf